Heita því að byggja upp öflugri her Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2020 15:21 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. Þá skiluðu fundir Kim og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, engum árangri í að bæta samskipti ríkjanna. Þetta sagði Ri Son Gwon, utanríkisráðherra Norður-Kóreu í morgun. Ri sagði einnig að Kóreumenn myndu aldrei aftur senda Trump pakka sem hann gæti notað til að stæra sig af meintum afrekum sínum. Yfirlýsing Ri var birt á vef KCNA, opinbers miðils Norður-Kóreu. Í þeirri yfirlýsingu sagði Ri að vonir um bætt samskipti NorðurKóreu og Bandaríkjanna hefðu ekki ræst. Þvert á móti hefði staðan versnað og það þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar Norður-Kóreu. Ri vísar meðal annars til þess að tilraunastöð fyrir kjarnorkuvopn hafi verið lokað og líkamsleifar bandarískra hermanna sendar til Bandaríkjanna. Þar að auki segir hann að Norður-Kórea hafi hætt tilraunum á kjarnorkuvopnum og eldflaugum um tíma. Hann segir Bandaríkjamenn ekki hafa staðið við loforð sín. Trump og Kim skrifuðu á sínum tíma yfir óljósa yfirlýsingu sem sitthvorir aðilarnir hafa túlkað mismunandi. Bandaríkin segja Kim hafa samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi en því eru Norður-Kóreumenn ósammála. Í skjalinu sjálfu stóð að Norður-Kórea myndi vinna að því að afkjarnorkuvopnvæða Kóreuskagann. Þá segir Alþjóðakjarnorkumálastofnunin að Norður-Kórea hafi alls ekki stöðvað kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins, eins og þeir hafa haldið fram. Kim-liðar hafa viljað losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir áður en þeir grípa til aðgerða varðandi þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn. Ríkisstjórn Donald Trump hefur hins vegar sagt það ekki koma til greina. Fyrst þurfi Kóreumenn í það minnsta að taka skref í átt að afvopnun.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Hætta öllum samskiptum við suðrið Norðurkóresk stjórnvöld hafa lokað öllum samskiptaleiðum milli Norður- og Suður-Kóreu. Þar á meðal er bein samskiptalína milli leiðtoga ríkjanna tveggja, Kim Jong-un í norðri og Moon Jae-in í suðri. 9. júní 2020 06:38
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16