Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2020 19:31 Díana Katrín Þorsteinsdóttir hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan. Kynþáttafordómar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan.
Kynþáttafordómar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira