ÍBV vann 5-1 stórsigur á Grindavík í 2. umferð Mjólkurbikars karla. Gary John Martin skoraði þrennu í fyrsta leik sínum á tímabilinu.
Fyrsta markið skoraði Martin eftir um 50 sekúndna leik. Telmo Castanheira bætti svo við marki á 8. mínútu en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Eyjamönnum en þeir Gary og Telmo bætti við tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik.
Gary Martin fullkomnaði þrennuna úr víti á 86. mínútu en Aron Jóhannsson minnkaði muninn fyrir Grindavík úr síðustu spyrnu leiksins.
Tindastóll og ÍA komust áfram í 3. umferð Mjólkurbikars kvenna. Báðir leikir hófust klukkan 14:00.
Stólarnir unnu sannfærandi 4-1 sigur á Völsungi í Skagafirðinum en Hugrún Pálsdóttir skoraði þrennu fyrir heimakonur. ÍA-stúlkur fóru í heimsókn í Neðra-Breiðholt og unnu stórsigur, 7-0, en þær Fríða Halldórsdóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir og Jaclyn Poucel gerðu allar tvö mörk.
Þá vann Víkingur frá Ólafsvík góðan útisigur á Þrótti Vogum til að komast áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lokatölur 2-1, Gonzalo Zamorano með bæði mörk Víkinga.