Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 10:56 Andrzej Duda sést hér til hægri. Hann sækist nú eftir endurkjöri í Póllandi. Vísir/getty Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. Kynslóð foreldra hans hefði barist gegn hugmyndafræði kommúnisma í fjörutíu ár en nú væri ný barátta tekin við. „Þau börðust ekki svo ný hugmyndafræði kæmi fram sem er skaðlegri,“ sagði Duda í ræðu sinni, en hann hefur verið forseti Póllands frá árinu 2015. Flokkur Duda, laga- og réttlætisflokkurinn, hefur barist gegn réttindum hinsegin fólks undanfarin ár og hefur hinsegin fólk mætt ofsóknum og ofbeldi í embættistíð hans. Á síðasta ári réðust hægri öfgahópar að fyrstu gleðigöngunni í borginni Bialystok og hentu leiftursprengjum, steinum og glerflöskum að þátttakendum í göngunni. Á kosningafundi sínum í Brzeg í suðvesturhluta Póllands sagði Duda það vera á ábyrgð foreldra hvernig kynfræðslu væri háttað og það væri ekki á valdi stofnana að hlutast til um það. Þó skrifaði forsetinn undir kosningatillögur fyrr í mánuðinum þar sem hann lofaði því að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingu hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Duda virðist ætla beita sér mjög gegn réttindum hinsegin fólks í kosningabaráttunni, en hann sagði hinsegin fólk grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að barátta þeirra væri skaðleg gegn mannkyninu. Í viðtali í Víglínunni á síðasta ári ræddi Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78 stöðu hinsegin fólks í Póllandi. Hún sagðist óttast stefnu yfirvalda þar í landi, enda hefði kosningabaráttan í þingkosningunum á síðasta ári verið hatursfull og skaðleg fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27