Þórir vill innflytjendur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 13:00 Þórir Hergeirsson hefur verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í tvo áratugi. VÍSIR/GETTY Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“ Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“
Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30