Íslendingaliðið Álasund fékk skell er liðið tapaði 4-1 fyrir Molde í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
Molde komst yfir en Simen Nordli jafnaði metin fyrir Álasund á 29. mínútu. Molde snéri þó taflinu sér í hag og fór með sigur af hólmi.
Her er elleveren https://t.co/Bw8FjaUpF8#aafk #sammenforsunnmøre
— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) June 16, 2020
Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn fyrir Álasund en Daníel Leó Grétarsson skipti við Hólmbert Aron Friðjónsson á 58. mínútu.
Hinir nýliðarnir í Sandefjord unnu 2-1 sigur á Odds Ballklubb á útivelli en Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sandefjord.
Endelig er vi i gang! Årets første startellever pic.twitter.com/9xpPnq6CwA
— Sandefjord Fotball (@sfjfotball) June 16, 2020
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn hjá Bodo/Glömt í 4-2 sigri gegn Viking á útivelli en Axel Óskar Andrésson var ekki í leikmannahópi Viking.