Carlos Lehder laus úr fangelsi og kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 22:15 Pablo Escobar og Carlos Lehder. Vísir/Getty Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd. Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd.
Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira