Carlos Lehder laus úr fangelsi og kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 22:15 Pablo Escobar og Carlos Lehder. Vísir/Getty Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd. Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd.
Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira