Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 11:29 Gísli og Jóhanna hafa verið gift í fjörutíu ár og kynntust þau í Versló. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira