Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2020 10:00 Frá Akureyrarflugvelli. Farþegar ganga frá borði úr vél Air Iceland Connect. Stöð 2/Skjáskot. Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Farþegarnir kvarta undan háum fargjöldum og ráðamenn flugfélaganna undan taprekstri. Niðurstaða stjórnvalda er að fara skosku leiðina. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Við myndum byrja vonandi í haust. Það er enn unnið samkvæmt því að annaðhvort 1. september eða 1. október þá hefjist þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Niðurgreiðslurnar munu ná til þeirra sem búa í minnst 270 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og í eyjum án vegasambands og er miðað allt að fjörutíu prósenta styrk fyrir ákveðnum fjölda ferða á ári. „Með stuðningi við tvo leggi á þessu ári og síðan þá meira á næsta ári þar sem þá væri heilt ár undir. Og síðan eftir atvikum, hvernig þetta gengur, þá sjáum við fyrir okkur, alveg eins og fyrirmyndin skoska, í Skotlandi, að geta þá jafnvel eflt þetta enn frekar ef að eftirspurn verður,“ segir ráðherrann. Frá Hornafjarðarflugvelli. Farþegar ganga um borð í vél Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Niðurgreiðslurnar þykja sanngirnismál þar sem innanlandsflugið hefur lengi þurft að keppa við niðurgreiddar ferjusiglingar og niðurgreiddar strætóferðir. Þá er margvísleg þjónusta ríkisins eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu. „Og auðvitað að ýta undir meira jafnræði fyrir íbúana, sem þurfa oft að sækja þjónustu hingað. En einnig eru við auðvitað að horfa á vonandi í vaxandi mæli á störf án staðsetningar og meira á ferðalög fólk. Og þá er mjög gott að efla innanlandsflugið því það er mjög umhverfisvænn samgöngumáti,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Samgöngur Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06 Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02
Byggt við flugstöðina á Akureyri og flughlað stækkað Aðgerðahópur samgönguráðherra telur nauðsynlegt að byggja við flugstöðina á Akureyrarflugvelli til að geta veitt viðunandi þjónustu samtímis fyrir millilanda- og innanlandsflug. 31. mars 2020 08:06
Farþegar um innanlandsflugvelli ekki verið færri í minnst átta ár Síðasta áratug hefur farþegum í innanlandsflugi fækkað um fimmtung og hafa stjórnvöld boðað aðgerðaráætlun sem er ætlað að styrkja grundvöll þess. 26. janúar 2020 12:15