Biðla til foreldra að fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 20:30 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vísir/Egill Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira