Biðla til foreldra að fara eftir fyrirmælum um sóttvarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 20:30 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vísir/Egill Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“ Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Samkomutakmarkanir sem nú miðast við fimm hundruð manns eiga ekki við um börn og þessa stundina fer fram fjölmennt íþróttamót á Akranesi. Um 1400 börn taka þátt í mótinu og með þeim eru foreldrar en talið er að um fimm þúsund manns sé á mótinu um helgina alls staðar að af landinu. „Hér er auðvitað verið að fara að fyrirmælum yfirvalda og það er mjög mikilvægt að fólk geri það. Auðvitað eru börnin ekki vandamál, þau eru eins og við þekkjum mjög vel óhult. En ég biðla bara til foreldra að fylgja þeim tilmælum að vera í fimm hundruð manna hólfunum og ég var nú að skoða hérna í dag og þar voru allir virkilega að standa sig vel,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Vellirnir hafa verið hólfaðir nokkuð niður og segist Sævar trúa því að hægt verði að halda stærri hópum frá því að koma saman. Götur bæjarins voru iðandi af lífi og börn út um allt, íklædd sínum liðstreyjum. Mótið gríðarlega mikilvægt fyrir íþróttahreyfinguna „Þetta er bara yndislegt. Að geta haldið svona mót aftur er bara dásamlegt en já, við höfum þá trú að við náum að halda fólki í hópum og mér sýnist þetta bara ganga einstaklega vel eins og þetta er búið að vera í dag.“ Hann segist taka undir það að mikilvægt sé að fylgja tilmælum heilbrigðisyfirvalda til að koma í veg fyrir að smit komi upp eftir mót helgarinnar. Nokkur smit hafa komið upp hér á landi eftir að ferðatakmörkunum var létt og flug fóru að koma til landsins erlendis frá. „Ég auðvitað tek undir það, auðvitað viljum við ekki sjá aðra bylgju hérna á Íslandi og núna er verið að stíga skref í átt þess að opna landið og ég bara biðla til foreldra að fara varlega og sinna þeim tilmælum sem allir þekkja orðið vel hérna á Íslandi.“ Hann segir mótið gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið. „Þetta er gríðarlega mikilvægt mót, fyrir íþróttahreyfinguna að fá að taka á móti öllum þessum börnum og foreldrum og bjóða upp á Akranes, Flórídaskagann í þessu dásamlega veðri. Það er bara meiriháttar.“
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira