Tvöfaldur sigur Jakobs í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 13:30 Jakob Svavar Sigurðsson með verðlaunin sín. mynd/meistaradeild.is Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn.
Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira