Umræða um smáhýsi lituð af miklu skilningsleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 18:20 Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“ Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“
Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00
Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07
Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38