Ford frestar frumsýningu á Bronco til að forðast afmælisdag O.J. Simpson Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júní 2020 07:00 Nýr Ford Bronco Vísir/Autocar Ford hefur tilkynnt að breyting verði á frumsýningardegi nýs Bronco sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Upphaflegur frumsýningardagur, 9. júlí er afmælisdagur O.J. Simpsons, einhvers frægasta Bronco farþega heims. Upphaflega tilkynnti Ford frumsýninguna meðal annars á Twitter og þá stóð til að hún færi fram 9. júlí. 07/09/20. The Wild Returns. #FordBronco #BuiltWild pic.twitter.com/KQSPQrtdu7— Ford Motor Company (@Ford) June 13, 2020 Nú hefur henni verið frestað til 13. júlí vegna þess að O.J. Simpson á afmæli 9. júlí. Í færslu Ford á Twitter vegna þessa sagi að fyrri dagsetningin hafi verið algjör tilviljun en vegna tengingarinnar verði dagsetningunni breytt. The reveal of the all-new Bronco lineup will now happen on Monday, July 13. This is instead of July 9. We are sensitive and respectful to some concerns raised previously about the date, which was purely coincidental.— Ford Motor Company (@Ford) June 19, 2020 Tengingin við O.J. Simpson er afar sterk enda er flótti hans undan lögreglu á hvítum Bronco flestum kunnur. Gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur Simpson vegna þess að honum var gefið á sök að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman árið 1994. Þegar handtaka átti Simpson flúði hann undan lögreglu á hvítum Ford Bronco. Al Cowlings fyrrum liðsfélagi Simpson ók bílnum í hægum eltingarleik við lögreglu í gegnum Los Angeles. Eltingaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það væri skrítið ef Ford væri viljandi að tengja sig við þennan atburð, en líklega er um mannleg mistök að ræða. Simpson var ákærður en sýknaður af morðunum. „Mín fyrstu viðbrögð voru bara að hugsa hvort þetta væri grín, hvort þetta ætti að vera fyndið?,“ sagði systir Nicole Brown Simpson, Tanya Brown sagði í viðtali við Detroit Free Press. Bandaríkin Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Ford hefur tilkynnt að breyting verði á frumsýningardegi nýs Bronco sem beðið hefur verið með eftirvæntingu. Upphaflegur frumsýningardagur, 9. júlí er afmælisdagur O.J. Simpsons, einhvers frægasta Bronco farþega heims. Upphaflega tilkynnti Ford frumsýninguna meðal annars á Twitter og þá stóð til að hún færi fram 9. júlí. 07/09/20. The Wild Returns. #FordBronco #BuiltWild pic.twitter.com/KQSPQrtdu7— Ford Motor Company (@Ford) June 13, 2020 Nú hefur henni verið frestað til 13. júlí vegna þess að O.J. Simpson á afmæli 9. júlí. Í færslu Ford á Twitter vegna þessa sagi að fyrri dagsetningin hafi verið algjör tilviljun en vegna tengingarinnar verði dagsetningunni breytt. The reveal of the all-new Bronco lineup will now happen on Monday, July 13. This is instead of July 9. We are sensitive and respectful to some concerns raised previously about the date, which was purely coincidental.— Ford Motor Company (@Ford) June 19, 2020 Tengingin við O.J. Simpson er afar sterk enda er flótti hans undan lögreglu á hvítum Bronco flestum kunnur. Gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur Simpson vegna þess að honum var gefið á sök að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína, Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman árið 1994. Þegar handtaka átti Simpson flúði hann undan lögreglu á hvítum Ford Bronco. Al Cowlings fyrrum liðsfélagi Simpson ók bílnum í hægum eltingarleik við lögreglu í gegnum Los Angeles. Eltingaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það væri skrítið ef Ford væri viljandi að tengja sig við þennan atburð, en líklega er um mannleg mistök að ræða. Simpson var ákærður en sýknaður af morðunum. „Mín fyrstu viðbrögð voru bara að hugsa hvort þetta væri grín, hvort þetta ætti að vera fyndið?,“ sagði systir Nicole Brown Simpson, Tanya Brown sagði í viðtali við Detroit Free Press.
Bandaríkin Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent