Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2020 23:26 Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira