Hendi guðs á 34 ára afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 17:00 Diego Maradona kemur Argentínu í 1-0 með því að slá boltann yfir Peter Shilton sem greip fyrir vikið í tómt. Getty/Bob Thomas Englendingar gleyma ekki 22. júní 1986 svo auðveldlega, deginum þegar ólöglegt mark Diego Armando Maradona var dæmt gilt og átti stóran þátt í því að þeir voru sendir heim af HM. Maradona átti síðan skömmu síðar eftir að bæta við einu flottasta marki sem hefur verið skorað í sögu HM. England og Argentína mættust í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó. England hafði unnið Paragvæ í sextán liða úrslitunum en Argentínumenn slógu út Úrúgvæ. On this day, Diego Maradona gave football one of its most controversial moments pic.twitter.com/OE3BOh8iFi— B/R Football (@brfootball) June 22, 2020 Það var markalaust í leiknum eftir fyrri hálfleikinn en eftir sex mínútna leik í þeim síðari varð atvik sem allir muna eftir sem á horfðu. Diego Maradona kom Argentínu þá í 1-0 á 51. mínútu með því að skora með hendinni og eftir leikinn talaði hann um að Hendi guðs hefði skorað markið. Markið varð alltaf stórfrétt en þessi ummæli Maradona gerðu það bara að enn stærri frétt. Fjórum mínútum síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og kom Argentínu í 2-0. Gary Lineker minnkaði muninn í 2-1 en enska liðið náði ekki að jafna metin. Seinna mark Maradona hefur oft verið valið besta markið í sögu heimsmeistarakeppninnar. "Siempre Maradona"#OnThisDay in 1986, El Diego scored the greatest goal of all timepic.twitter.com/G2rsrhFFC8— Planet Football (@planetfutebol) June 22, 2020 Þessar fjórar mínútur hafa líka verið notaðar til að lýsa Diego Maradona enda sýndi hann þarna á sér tvær mjög ólíkar hliðar. Diego Maradona skoraði síðan tvö mörk í 2-0 sigri á Belgíu í undanúrslitunum og lagði upp sigurmarkið í 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. watch on YouTube HM 2022 í Katar England Argentína Einu sinni var... Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Englendingar gleyma ekki 22. júní 1986 svo auðveldlega, deginum þegar ólöglegt mark Diego Armando Maradona var dæmt gilt og átti stóran þátt í því að þeir voru sendir heim af HM. Maradona átti síðan skömmu síðar eftir að bæta við einu flottasta marki sem hefur verið skorað í sögu HM. England og Argentína mættust í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó. England hafði unnið Paragvæ í sextán liða úrslitunum en Argentínumenn slógu út Úrúgvæ. On this day, Diego Maradona gave football one of its most controversial moments pic.twitter.com/OE3BOh8iFi— B/R Football (@brfootball) June 22, 2020 Það var markalaust í leiknum eftir fyrri hálfleikinn en eftir sex mínútna leik í þeim síðari varð atvik sem allir muna eftir sem á horfðu. Diego Maradona kom Argentínu þá í 1-0 á 51. mínútu með því að skora með hendinni og eftir leikinn talaði hann um að Hendi guðs hefði skorað markið. Markið varð alltaf stórfrétt en þessi ummæli Maradona gerðu það bara að enn stærri frétt. Fjórum mínútum síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og kom Argentínu í 2-0. Gary Lineker minnkaði muninn í 2-1 en enska liðið náði ekki að jafna metin. Seinna mark Maradona hefur oft verið valið besta markið í sögu heimsmeistarakeppninnar. "Siempre Maradona"#OnThisDay in 1986, El Diego scored the greatest goal of all timepic.twitter.com/G2rsrhFFC8— Planet Football (@planetfutebol) June 22, 2020 Þessar fjórar mínútur hafa líka verið notaðar til að lýsa Diego Maradona enda sýndi hann þarna á sér tvær mjög ólíkar hliðar. Diego Maradona skoraði síðan tvö mörk í 2-0 sigri á Belgíu í undanúrslitunum og lagði upp sigurmarkið í 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. watch on YouTube
HM 2022 í Katar England Argentína Einu sinni var... Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira