Blómlegir tónleikar fyrir fullan sal af plöntum í óperuhúsinu í Barcelona Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. júní 2020 11:22 Kvartettinn tekur lokaæfingu fyrir tónleikana blómlegu í Gran Teatre del Liceu í Barcelona. AP/Emilio Morenatti Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum. Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum.
Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira