Langri og erfiðri bið Framara lýkur 2022 - Taka á móti ÍR í bikarnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2020 14:00 Framarar slógu út Álftanes í 1. umferð bikarsins og fylgdu því eftir með sigri á Haukum. VÍSIR/HAG Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði. Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði.
Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30