Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2020 20:36 Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust formlega í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00