
Grænland

Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af
Ungur maður sigldi á ísjaka á fullum hraðaa út fyrir Qasigiannguit á Grænlandi í síðustu viku. Hann var undir áhrifum áfengis og komst naumlega lífs af.

Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn
Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki.

Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi
Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum.

Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana
Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug.

Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk
Tvær konur særðust í skotárás í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í nótt. Lögregla hefur lítið tjáð sig um málið.

Færeyingar vilja fullveldi
Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag.

Stækkar verulega hlut sinn í Amaroq og segir Grænland í „strategískum forgangi“
Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða.

Þvert nei við umsókn Grænlands
Þrátt fyrir að vera í sams konar stöðu og Færeyingar, sem hluti af Danmörku, hafa Grænlendingar ekki mátt senda landslið í keppni á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins og á því virðist ekki ætla að verða nein breyting.

Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk
Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands.

Danskar herþotur verða staðsettar á Grænlandi
Grænlenska landsstjórnin og danska ríkisstjórnin hafa kynnt ákvörðun um að viðvera danska hersins á Grænlandi verði efld á næstu mánuðum. Tilgangurinn er bæði að styrkja varnarmátt danska hersins á norðurslóðum og að treysta öryggis- og björgunarviðbúnað gagnvart íbúum Grænlands.

Frakklandsforseti heimsækir Grænland
Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands.

Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi
Óvissustigi var lýst yfir af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum þegar ekki náðist samband við flugmann eins hreyfils ferjuflugvélar sem verið var að fljúga frá Narsarsuaq á Grænlandi til Keflavíkur. Engan sakaði.

Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög
Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála.

Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“
RAX fór til Grænlands í september 2024 til þess að mynda fyrir tímaritið The New Yorker. Hann nýtti ferðina til þess að heimsækja Ilulissat fjörðinn en hann langaði að mynda dulúðuga ísjaka sem þar er að finna. Ísjakinn sem sökkti Titanic fyrir 113 árum síðan kom úr Ilulissat firðinum.

Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi
Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni.

Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Norður-Atlantshafsþjóðirnar sýni sterka forystu. Allir sem horfi á sjónvarp horfi upp á breytta heimsmynd. Mikilvægt sé að viðhalda og bæta samstarf Íslands og Færeyja.

Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar
Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum.

Þegar ríkið fer á sjóinn
Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern?

Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli
Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka.

„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag
Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið.

Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“.

Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund
Íbúafjöldi Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, hefur náð tuttugu þúsund manns í fyrsta sinn. Tilkynnt var um tímamótin þann 1. maí á heimasíðu sveitarfélagsins sem heitir Sermersooq.

Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma
Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn.

Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin
Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi.

Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda
Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu.

Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið
Íslendingar munu líklega ekki eiga þann valkost að færa sig af áhrifasvæði Bandaríkjanna segir prófessor í stjórnmálafræði. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að gera nýtt áhættumat áður en stefna í öryggis- og varnarmálum sé mótuð. Varnarsamningur virðist veita Bandaríkjamönnum ansi frjálsar hendur hér á landi.

Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance
Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar.

Komir þú á Grænlands grund
Tæplega hefur nokkur Íslendingur lýst þeim taugum sem hann bar til Grænlands betur en rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð. Kannski rann honum blóðið til skyldunnar, minnugur þess að annar Breiðfirðingur, Eiríkur rauði, hafði byggt landið forðum.

Sendi Dönum tóninn
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki.

Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu
Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins.