Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 23:06 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.v.) og eiginkona hans Ri Sol Ju (2. t.h.) ásamt Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu (2. t.v.) og eiginkonu hans Kim Jung-sook (t.h). Getty/Pyeongyang Press Corps Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum samkvæmt fréttum ríkisútvarps landsins. Spenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist gríðarlega síðustu vikur og hefur það verið rakið til þess að hópar frá suðrinu hafa skipulega sent bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin. Norðrið hefur ítrekað hótað því undanfarið að senda hersveitir inn á hlutlaust svæði sem aðskilur ríkin tvö. Á fundi Miðlægrar hermálanefndar Norður-Kóreu sem stjórnað var af Kim Jong-un, einræðisherra landsins, var ákvörðun tekin um að hætta við hernaðaraðgerðir. Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, gaf hernum tilskipun fyrir rúmri viku sem hljóðaði svo að næstu tilskipun ættu þeir að fylgja eftir án tafar. Tilskipun hennar var gefin út vegna þess að yfirvöldum í Suður-Kóreu hafði mistekist að koma í veg fyrir áróðurssendingar aðgerðasinna frá suðrinu. Síðan árið 2018 hafa ríkin tvö reynt að halda uppi samtali og samvinnu en samskiptum þeirra hrakaði gríðarlega í síðustu viku. Á föstudag sprengdi Norður-Kórea upp samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum, sem opnuð var fyrir tveimur árum síðan til að tryggja samtal og samvinnu ríkjanna tveggja.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39 Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00
Sendu bæklingablöðrur til Norður-Kóreu í nótt Hópur fólks sem flúið hefur frá Norður-Kóreu sendi í nótt blöðrur hlaðnar áróðursbæklingum gegn einræðisstjórn Kim Jong Un yfir landamæri Norður og Suður-Kóreu, þvert á vilja yfirvalda beggja ríkja. 23. júní 2020 07:39
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00