Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 22:56 Guðmundur Franklín segist ekki fara í manngreiningarálit. Vísir/Vilhelm „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. „Ég dáist að staðfestu Trump, ég dáist að honum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Mér er alveg saman hvernig greiðslu hann er með, alveg sama hvernig hann er á litinn,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann horfði ekki í manninn heldur það sem hann geri. Guðmundur sagði þá að siðferðismál, hvernig forsetinn tali komi fram og hvernig hann tali við fólk trufli sig ekkert. „Ég horfi bara eingöngu á það sem hann gerir.“ Þá var Guðmundur spurður út í samstarfsaðila hans af Einari Þorsteinssyni spyrli. Spurði Einar þá út í samstarfsmenn og eftirmenn Guðmundar sem hafa kennt sig við Frelsisflokkinn og Íslensku þjóðfylkinguna og hafna fjölmenningarsamfélaginu. „Þetta eru eflaust ágætismenn og ég þekki þá bara að einu góðu. Þeir sem þekkja mig vita að þetta á ekki við um mig eða neinn minna vina. Ég er búinn að starfa erlendis í mörg ár og hef ráðið hundruð starfsmanna hvaðan sem er úr heiminum. Ég fer aldrei í manngreinarálit og menn í mínum huga eru litlausir,“ sagði Guðmundur áður en Einar spurði frekar út í tengslin og hvort mennirnir sem um ræðir myndu verða Guðmundi til ráðgjafar fari svo að hann nái kjöri. „Það er fullt af fólki í kringum mig og ég get ekki valið úr, ég fer ekki í manngreiningarálit,“ sagði Guðmundur áður en Einar skaut inn í að hann hafi valið að starfa með þessum mönnum. „Ég valdi þá ekki sérstaklega, þeir komu til mín. Ég tek öllum opnum örmum, sama hvað hann heitir og hvaðan hann er, svo framarlega hann er heiðarlegur,“ sagði Guðmundur sem sagðist telja að kosningarnar færu 53%-47% honum í hag áður enn hann sagðist myndu eyða næstu dögum í undirbúning fyrir flutninginn á Bessastaði.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira