Fullyrðir að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungs hafi ekki kunnað reglurnar: „Fyrir mér er þetta lágpunktur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 09:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, fullyrðir í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að dómararnir í leik Njarðvíkur og Völsungar hafi ekki kunnað reglurnar hvað varðar skiptingar í leiknum. Undanfarin tímabil hefur liðum í 2. deild og neðar verið heimilt að skipta fimm leikmönnum inn á og stýra liðin hversu oft þau geta stöðvað leikinn til að gera skiptingarnar fimm. Fyrir tímabilið í ár var svo leyft í öllum keppnum að skipta fimm leikmönnum inn á - en einungis í þremur stoppum í Mjólkurbikarnum, Pepsi Max-deildunum og Lengjudeildunum. Mikael segir að hann hafi spurt dómara leiksins á laugardaginn, Gunnar Frey Róbertsson, sem og aðstoðardómara 1, Guðmund Ragnar Björnsson, um hvort hann mætti ekki örugglega stöðva leikinn fimm sinnum til að skipta inn á. Þeir brugðust ókváðir við og voru vissir um að það væri bara þrisvar. „Dómararnir í þeim leik, hvorki dómarinn né línuvörðurinn í Njarðvík - Völsungur vissi hvernig skiptingarnar virkuðu. Þeir vissu það ekki. Ég spurði línuvörðinn svona sjö sinnum og hann var orðinn vel pirraður á mér. Svo stoppaði leikurinn því það meiddist einhver, svo ég kallaði dómarann til mín, því ég virkilega þurfti að vita þetta upp á skiptingarnar mínar,“ sagði Mikael. „Ég var búinn með tvær skiptingar, einn leikmaður í hvort skipti og línuvörðurinn var harður á því að ég mætti bara taka eitt í viðbót. Þjálfarinn hjá Völsung, bekkurinn hjá þeim og ég vorum alveg harðir á því að það mætti taka fimm stopp. Línuvörðurinn var harður á því að það væru þrjú.“ Mikael segir að eftir mikið japl, jaml og fuður hafi dómari leiksins loksins ákveðið að koma til hans og sagt honum að hann væri alveg með reglurnar á hreinu. Annað átti eftir að koma í ljós. „Dómarinn var ekki að nenna að koma til mín en hann mætti. Ég spurði hann að við værum ekki alveg sammála línuvörðurinn hvernig það væri með stoppin. „Það eru bara þrjú stopp.“ Ég sagði: „Ertu viss?“ Þá svaraði hann: „Við erum dómararnir og erum með þetta 100% á hreinu. Slakaðu á,“ á dómarinn að hafa sagt við Mikael sem var ekki sáttur við þetta. „Það þýddi það að ég þurfti að breyta hjá mér skiptinginum í þessum leik. Sem betur fer hafði það ekki áhrif á úrslit leiksins. Þetta fyrir mér er lágpunktur. Mér er alveg sama að ég sé þjálfari Njarðvíkur og hvað sem það er. Að dómarar leiksins séu ekki með reglurnar á hreinu áður en leikurinn byrjar er ekki nógu gott og KSÍ ekki til hróss.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Agent Montejo, Vogamenn rændir og framtíð Arsenal
Íslenski boltinn UMF Njarðvík Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira