„Á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti“ Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2020 22:11 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Vísir/Vilhelm „Það á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti. Sú tíð er liðin að húsfreyjan á Bessastöðum eigi að vera ósýnileg nema þá sjaldan að tigna gesti beri að garði og hún er þá við hlið mannsins síns,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. Andstæðingar Guðna hafa í kosningabaráttunni bent á það að eiginkona forsetans, Eliza Reid, starfi í launuðu starfi hjá Íslandsstofu en makar forseta fortíðarinnar hafa að mestu sinnt embættisskyldum sínum. Einar Þorsteinsson spyrill spurði Guðna út í störf Elizu og hvernig hann myndi svara þeirri gagnrýni. „Á síðustu ellefu árum höfum við Íslendingar trónað á toppi mælikvarða um kynjajafnrétti og trúi ég að við ætlum ekki að krefjast þess að nái karl kjöri sem forseti Íslands skal konan hans að hætta að vinna,“ sagði Guðni og hafði þá bent á að nú er 21. öldin. Guðni sagði þá að eftir að hann tók við embætti hefði fyrirtæki Elizu þurft að hætta viðskiptum við ýmsa aðila vegna nýja starfsins. Farið var víða í viðtalinu við Guðna og hann spurður út í erfið mál sem komið hafa upp á fjögurra ára embættistíð hans sem hófst eftir kosningasigurinn í miðju EM-fárinu 2016. Forsetinn fór yfir Landsréttarmálið svokallaða og „uppreist æru málið“. Í umræðum um Landsréttarmálið minnti Guðni á að forsetaembættið sé ekki stjórnlagadómstóll og sé ekki til þess fallið að kveða upp lokadóm yfir því hvernig Alþingi hagar sínum málum. Framkvæmd atkvæðagreiðslu Alþingis vegna málsins var gagnrýnd en greidd voru atkvæði um alla dómarana í einu í stað þess að greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Það þótti brjóta í bága við mannréttindasáttmála. „Hver sem er, hvenær sem er, hvaða þingmaður á Alþingi gat beðið um að atkvæðagreiðslan færi fram með ákveðnum hætti eða ekki. Guð forði okkur frá því að forseti fari að banna þingmönnum að greiða atkvæði eins og þeir sjálfir hafa ákveðið,“ sagði forsetinn. Þá gekkst forsetinn við því að hafa gert mistök í uppreist æru málinu en ferlinu sem snýr að þessum málaflokki hefur nú verið breytt. „Ég var ekki fyrsti forsetinn til að skrifa undir svona ákvörðun ráðuneytis, en ég verð sá síðasti,֧“ sagði Guðni kvaðst hafa fundið eftir gagnrýni að hann ætti ekki að skýla sér á bakviðþað að vera ábyrgðarlaus samkvæmt stjórnarskrá. „Geri maður mistök gengst maður við þeim og heldur áfram,“ sagði forsetinn og kvaðst þakklátur fyrir það að njóta enn mikils stuðnings þrátt fyrir að hafa gert mistök í starfi. Þá minnti forseti á þá afstöðu sína að hentugt væri að í stjórnarskrá yrði komið fyrir ákvæði sem tryggði það að hægt yrði að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu sé það vilji stórs hluta þjóðarinnar. Sagðist Guðni þá telja að nauðsynlegt væri að á meðan undirskrift forseta er þörf til að veita lögum staðfestingu, að málskotsréttur hans yrði tryggður, þó að ákvæðinu sem um ræðir yrði komið í stjórnarskrá. Minntist hann þá þeirrar afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur sem kvaðst aldrei munu skrifa undir lög sem heimiluðu dauðarefsingar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33 Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17 Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Það á ekki að þykja gagnrýnisvert að maki forseta vinni úti. Sú tíð er liðin að húsfreyjan á Bessastöðum eigi að vera ósýnileg nema þá sjaldan að tigna gesti beri að garði og hún er þá við hlið mannsins síns,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. Andstæðingar Guðna hafa í kosningabaráttunni bent á það að eiginkona forsetans, Eliza Reid, starfi í launuðu starfi hjá Íslandsstofu en makar forseta fortíðarinnar hafa að mestu sinnt embættisskyldum sínum. Einar Þorsteinsson spyrill spurði Guðna út í störf Elizu og hvernig hann myndi svara þeirri gagnrýni. „Á síðustu ellefu árum höfum við Íslendingar trónað á toppi mælikvarða um kynjajafnrétti og trúi ég að við ætlum ekki að krefjast þess að nái karl kjöri sem forseti Íslands skal konan hans að hætta að vinna,“ sagði Guðni og hafði þá bent á að nú er 21. öldin. Guðni sagði þá að eftir að hann tók við embætti hefði fyrirtæki Elizu þurft að hætta viðskiptum við ýmsa aðila vegna nýja starfsins. Farið var víða í viðtalinu við Guðna og hann spurður út í erfið mál sem komið hafa upp á fjögurra ára embættistíð hans sem hófst eftir kosningasigurinn í miðju EM-fárinu 2016. Forsetinn fór yfir Landsréttarmálið svokallaða og „uppreist æru málið“. Í umræðum um Landsréttarmálið minnti Guðni á að forsetaembættið sé ekki stjórnlagadómstóll og sé ekki til þess fallið að kveða upp lokadóm yfir því hvernig Alþingi hagar sínum málum. Framkvæmd atkvæðagreiðslu Alþingis vegna málsins var gagnrýnd en greidd voru atkvæði um alla dómarana í einu í stað þess að greiða atkvæði um hvern fyrir sig. Það þótti brjóta í bága við mannréttindasáttmála. „Hver sem er, hvenær sem er, hvaða þingmaður á Alþingi gat beðið um að atkvæðagreiðslan færi fram með ákveðnum hætti eða ekki. Guð forði okkur frá því að forseti fari að banna þingmönnum að greiða atkvæði eins og þeir sjálfir hafa ákveðið,“ sagði forsetinn. Þá gekkst forsetinn við því að hafa gert mistök í uppreist æru málinu en ferlinu sem snýr að þessum málaflokki hefur nú verið breytt. „Ég var ekki fyrsti forsetinn til að skrifa undir svona ákvörðun ráðuneytis, en ég verð sá síðasti,֧“ sagði Guðni kvaðst hafa fundið eftir gagnrýni að hann ætti ekki að skýla sér á bakviðþað að vera ábyrgðarlaus samkvæmt stjórnarskrá. „Geri maður mistök gengst maður við þeim og heldur áfram,“ sagði forsetinn og kvaðst þakklátur fyrir það að njóta enn mikils stuðnings þrátt fyrir að hafa gert mistök í starfi. Þá minnti forseti á þá afstöðu sína að hentugt væri að í stjórnarskrá yrði komið fyrir ákvæði sem tryggði það að hægt yrði að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu sé það vilji stórs hluta þjóðarinnar. Sagðist Guðni þá telja að nauðsynlegt væri að á meðan undirskrift forseta er þörf til að veita lögum staðfestingu, að málskotsréttur hans yrði tryggður, þó að ákvæðinu sem um ræðir yrði komið í stjórnarskrá. Minntist hann þá þeirrar afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur sem kvaðst aldrei munu skrifa undir lög sem heimiluðu dauðarefsingar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33 Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17 Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hvorki Guðni né Guðmundur halda kosningavöku Hvorki Guðmundur Franklín Jónsson né Guðni Th. Jóhannesson, frambjóðendur í forsetakosningnum, munu halda opinberar kosningavökur að kvöldi kjördags, næstkomandi laugardagskvöld, líkt og venja er. 24. júní 2020 13:33
Rúmlega 39 þúsund búin að greiða atkvæði Rúmlega 39 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu vegna forsetakjörs. Einungis tveir dagar eru í kjördag og dagskrá frambjóðenda því þétt. 25. júní 2020 12:17
Eliza búin að kjósa Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun. 22. júní 2020 11:26