Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 23:41 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom frá Bandaríkjunum fyrir rúmri viku en sýnataka við komuna til landsins var neikvæð. Annað sýni, sem tekið var síðar, reyndist jákvætt. VÍSIR/BÁRA „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit
Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52