Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Drífa Snædal skrifar 26. júní 2020 15:30 Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. Það hefur engum dulist sem þekkir þetta hús að það er varla mannabústaður og hafa borist um það fjölmargar ábendingar. Engu að síður eru 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu, mest fólk af erlendum uppruna. Að líkindum er þar á ferðinni erlent verkafólk sem hefur komið hingað til lands til að vinna og bæta sinn hag. Erlent verkafólk hefur átt stóran þátt í að skapa lífsgæðaaukninguna sem við höfum velflest notið góðs af, en íslenskt samfélag hefur ítrekað brugðist þessum hópi. Við höfum vitað það um langa hríð að erlent verkafólk býr oft við óviðunandi aðstæður. Í mörgum tilvikum er húsnæðið á vegum atvinnurekenda og því fer fjarri að allir atvinnurekendur standi undir slíkri ábyrgð. Glæpamenn hafa nýtt sér þessa stöðu, haft af fólki launin í gegnum óhóflega leigu eða annan frádrátt, komið fram við fólk eins og dýr í vinnu og látið fara eða sent aftur til síns heima ef það mótmælir eða slasast. Hættulegar aðstæður í vinnu og húsnæði hafa verið hlutskipti margra. Það er endalaus barátta að bæta hag vinnandi fólks og stundum að koma í veg fyrir lífshættulegar aðstæður. Það er algert lágmark að atvinnurekendur séu gerðir ábyrgir fyrir að stofna ekki lífi og heilsu fólks í hættu, að allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði njóti virðingar og viðunandi aðbúnaðar og að glæpamenn í atvinnulífinu fái aldrei frið til að misnota fólk. Í dag fer meira púður í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum sem nýta sér bága stöðu erlends verkafólks. Þetta þarf að breytast og það strax. ASÍ hefur ítrekað kallað eftir öflugra eftirliti og sterkari eftirlitsstofnunum. Á Íslandi á ekki að þurfa bruna og mannfall til að takast á við óboðlegt íbúðarhúsnæði. Við verðum að tryggja að ekkert þessu líkt hendi aftur. Til að svo megi verða þarf rannsóknin á brunanum, aðdraganda hans og ástæðum þess að fjöldi fólks var með skráð lögheimili í óíbúðarhæfu húsi að vera fumlaus og ítarleg. Það þarf líka að rannsaka margt annað því Bræðraborgarstígur 1 er fjarri því að vera eina húsnæði af þessari gerð. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. Það hefur engum dulist sem þekkir þetta hús að það er varla mannabústaður og hafa borist um það fjölmargar ábendingar. Engu að síður eru 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu, mest fólk af erlendum uppruna. Að líkindum er þar á ferðinni erlent verkafólk sem hefur komið hingað til lands til að vinna og bæta sinn hag. Erlent verkafólk hefur átt stóran þátt í að skapa lífsgæðaaukninguna sem við höfum velflest notið góðs af, en íslenskt samfélag hefur ítrekað brugðist þessum hópi. Við höfum vitað það um langa hríð að erlent verkafólk býr oft við óviðunandi aðstæður. Í mörgum tilvikum er húsnæðið á vegum atvinnurekenda og því fer fjarri að allir atvinnurekendur standi undir slíkri ábyrgð. Glæpamenn hafa nýtt sér þessa stöðu, haft af fólki launin í gegnum óhóflega leigu eða annan frádrátt, komið fram við fólk eins og dýr í vinnu og látið fara eða sent aftur til síns heima ef það mótmælir eða slasast. Hættulegar aðstæður í vinnu og húsnæði hafa verið hlutskipti margra. Það er endalaus barátta að bæta hag vinnandi fólks og stundum að koma í veg fyrir lífshættulegar aðstæður. Það er algert lágmark að atvinnurekendur séu gerðir ábyrgir fyrir að stofna ekki lífi og heilsu fólks í hættu, að allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði njóti virðingar og viðunandi aðbúnaðar og að glæpamenn í atvinnulífinu fái aldrei frið til að misnota fólk. Í dag fer meira púður í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum sem nýta sér bága stöðu erlends verkafólks. Þetta þarf að breytast og það strax. ASÍ hefur ítrekað kallað eftir öflugra eftirliti og sterkari eftirlitsstofnunum. Á Íslandi á ekki að þurfa bruna og mannfall til að takast á við óboðlegt íbúðarhúsnæði. Við verðum að tryggja að ekkert þessu líkt hendi aftur. Til að svo megi verða þarf rannsóknin á brunanum, aðdraganda hans og ástæðum þess að fjöldi fólks var með skráð lögheimili í óíbúðarhæfu húsi að vera fumlaus og ítarleg. Það þarf líka að rannsaka margt annað því Bræðraborgarstígur 1 er fjarri því að vera eina húsnæði af þessari gerð. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun