Kjörsókn hefur farið heldur hægt af stað í Reykjavík. Klukkan ellefu höfðu 5,38 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greitt atkvæði en árið 2016 höfðu 5,94 prósent greitt atkvæði á sama tíma og árið 2012 voru það 6,12 prósent.
Í Suðvesturkjördæmi hafa 5,3 prósent kjósenda greitt atkvæði, eða 3841 manns. Á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi eru 72.695 manns. Í forsetakosningunum árið 2016 höfðu 4585 manns kosið eða 6,8 prósent.
Á Akureyri var kjörsóknin klukkan ellefu orðin 7,09 prósent en alls 1003 höfðu greitt atkvæði. Á kjörskrá eru 14.138 á Akureyri.
Kosningaþátttaka í Suðurkjördæmi klukkan ellefu var 6,89 prósent sem er örlítið meira en árið 2016 en á sama tíma þá höfðu 6,88 prósent greitt atkvæði. Á kjörskrá eru alls 37.429 og 2.578 höfðu greitt atkvæði klukkan ellefu.
Klukkan hálf tólf var kjörsókn í Norðvesturkjördæmi 9%.
Fréttin hefur verið uppfærð. Tölur frá Reykjavíkurborg voru töluvert hærri en upphaflegar fréttir sögðu til um vegna reiknivillu sem gerð var í talningu. Upplýsingarnar hafa verið uppfærðar hér og á vef Reykjavíkurborgar.