Tilraunir á 737 MAX sagðar hefjast á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 14:19 Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar um heim allan í fyrra. EPA/Gary He Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti. Boeing Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Starfsmenn Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna, FAA, munu hefja prófanir á 737 MAX farþegaþotum Boeing á morgun. Prófanirnar munu standa yfir í þrjá daga og eru mikilvægur liður í því að flugvélarnar fái vottun á nýjan leik. Markmið forsvarsmanna Boeing er að koma flugvélunum aftur í notkun á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Allar flugvélar af þessari tegund voru kyrrsettar í mars í fyrra eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum á skömmum tíma. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Reuters segir að flugmenn muni einnig gera tilraunir á endurforrituðum öryggisbúnaði sem kallast MCAS. Þeim búnaði hefur verið kennt um slysins tvö og á að hafa valdið ofrisi á flugvélunum báðum. Upptökur úr flugstjórnarklefa Lion Air flugvélarinnar sýndu að flugmennirnir börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar áður en hún brotlenti. Eftir að tilraununum líkur munu sérfræðingar FAA leggjast yfir gögnin sem safnast yfir dagana þrjá og eftir það taka ný ferli við. Fari allt á besta veg gætu flugvélarnar verið komnar á loft í september, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Einn heimildarmaður fréttaveitunnar segir þó nánast ómögulegt að ferlið muni ganga snurðulaust fyrir sig. Flugmálayfirvöld í Evrópu og víðar munu þó krefjast þess að fá að gera eigin prófanir á flugvélunum áður en þeim verður hleypt á loft þar. Hættir að fylgja FAA í blindni Seattle Times sagði frá því á dögunum að eftirlitaðilar í Evrópu og Kanada hafi krafist þess að tilteknar breytingar verði gerðar á flugstjórnarkerfi flugvélanna. Ekki sé eingöngu nóg að endurforrita og laga MCAS. Breytingarnar gætu reynst Boeing kostnaðarsamar og tímafrekar. Samkomulag hefur þó náðst um að Boeing geti gert breytingarnar á flotanum öllum, eftir að flugvélarnar fá vottanir á nýjan leik. Þessar kröfur þykja til marks um að umrædd flugmálayfirvöld séu hætt að fylgja vottunum FAA eftir í blindni, eins og áður hafi verið gert. Vísbendingar hafa verið á kreiki um að Boeing hafi komið sér undan eftirliti FAA með markvissum hætti.
Boeing Bandaríkin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira