Höfðingleg píanógjöf til Hússins á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2020 20:13 Íris og Glúmur að spila á píanóið í Húsinu á Eyrarbakka, sem er frá 1855. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent