Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. júní 2020 07:00 Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Fíkn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun