Ekki sex ár síðan að ég skoraði en þetta var kærkomið Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 21:45 Gísli Eyjólfsson. „Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06