Solskjær mun skipta framherjunum út ef þeir vinna enga bikara fyrir hann Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 11:00 Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski. Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það þurfi alltaf að vera samkeppni um stöður hjá félagi eins og Manchester United og er tilbúinn að skoða aðra framherja ef þeir sem hann hefur hjá félaginu bæta sig ekki. United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir sigur á Norwich í framlengingu um helgina og í deildinni er liðið í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. „Þú þarft samkeppni um stöður hjá Manchester United. Ég var hérna í svo mörg ár sem framherji og Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney komu hingað,“ sagði Norðmaðurinn við fjölmiðla. „Ef þú telur þig svo heppinn að vera spila hvern leik og gera svo vel að við séum ekki að leita eftir öðrum leikmanni til að koma í þinn stað, þá ertu á röngum stað.“ Ole Gunnar Solskjaer warns his Man United attackers they will be REPLACED if they can't help United win the title https://t.co/Ua7InvsCUk— MailOnline Sport (@MailSport) June 29, 2020 Solskjær segir að ef framherjarnir bæta sig ekki - og skila inn úrslitum fyrir hann - þá þurfi hann að skoða aðra kosti í stöðunni. „Við erum alltaf að reyna bæta okkur og ef við erum ekki að bæta okkur þá þurfum við að kíkja eitthvað annað því við viljum verða betri. Við erum of langt frá því þar sem við þurfum að vera og viljum vera,“ sagði Solskjær og átti þar með við að berjast um titilinn. „Ég hef alltaf haft trú á framherjunum í þessu félagi. Mason, Marcus og Anthony. Þeir hafa axlað ábyrgð og ég er mjög ánægður með þá alla. Mér finnst þeir hafa bætt sig á þessari leiktíð en þeir geta svo mikið betur.“ „Ég er enn að bíða eftir að þeir springi út því það er hluti af þeirra leik sem þarf að bæta. Þeir vita að ég vil þeim allt það besta en þeir vita það einnig að ég þarf að taka ákvarðanir fyrir liðið og félagið,“ sagði sá norski.
Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira