Fótbrotið sem markar lok ferilsins: „Fórum báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 13:03 Helgi Valur Daníelsson fluttur fótbrotinn af velli í gær. vísir/vilhelm „Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
„Það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur,“ segir Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í fótbolta og elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar, sem fjórfótbrotnaði í sigrinum á Gróttu í gær. Helgi Valur verður 39 ára í næsta mánuði en hefur verið lykilmaður í Fylkisliðinu og átti mjög gott tímabil í fyrra. Hann tók sér þrjú ár í hlé frá fótbolta eftir langan atvinnumannsferil og sneri svo aftur í boltann með Fylki 2018. Helgi hefur því áður synt á móti straumnum og komist í land, en viðurkennir að í dag sé erfitt að sjá að hann spili aftur fótbolta í efstu deild. Hann verði þó áfram viðloðandi Fylkisliðið, að minnsta kosti á þessu tímabili. „Ég sagði við Óla [Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara] að ég gæti verið aðstoðarmaður aðstoðarmanns,“ segir Helgi Valur léttur, en bætir við: „Vonandi get ég verið áfram í kringum þetta. Þó svo að maður spili ekki aftur þá vill maður líka koma sér í stand og ég geri það í gegnum Fylki.“ Helgi Valur segir ekki hægt að kenna of stuttu undirbúningstímabili eða öðru en óheppni um meiðslin. Hér að neðan má sjá þegar hann meiddist. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Helgi Valur fótbrotnaði gegn Gróttu „Ég held að boltinn hafi verið akkúrat á milli. Við fórum bara báðir inn af fullum krafti og minn fótur gaf sig. Þetta var bara tækling sem ég hef ekki áður farið í eða lent í. Þetta var bara óheppni. Maður gleymdi sér í mómentinu og ætlaði að vinna boltann. Maður getur ekki kennt æfingum eða undirlagi vallarins eða öðru um þetta,“ segir Helgi Valur. „Ég veit í rauninni ekki hvernig þetta verður eftir aðgerðina, hversu lengi það tekur að jafna sig. Ég er lítið að pæla í því akkúrat núna. Vonandi eru þetta 3-4 mánuðir en það er ekki líklegt að ég spili fótbolta í efstu deild aftur.“ Vona innilega að Helgi Valur sé ekki illa meiddur. Mikilvægur fyrir Fylki og miklvægur fyrir íslenska knattspyrnu. Gæi sem gefur af sér til ungra leikmanna og þeir missa af mikilvægum skóla ef þeir missa hann. Mest af öllu er hann toppmaður og á allt gott skilið— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) June 29, 2020 Helgi Valur, sem á að baki 33 A-landsleiki, skoraði fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra og sýndi að eftir langt hlé frá fótboltanum átti hann enn nóg inni. Hann kveðst þakklátur fyrir síðasta ár sem nú lítur út fyrir að hafi verið hans síðasta heila tímabil. „Það var fínt að ég hélst heill í fyrra og spilaði megnið af leikjunum. Þó að gengi liðsins væri erfitt þá naut ég þess að spila, og það var gaman að skora nokkur mörk og svona. Það er mest svekkjandi núna að hafa lagt svona mikið á sig í vetur og vera kominn á fullu inn í þetta. Þegar ég kom fyrst aftur 2018 sleit ég einhverja festingu í lærinu og píndi mig í raun bara áfram það tímabil, en svo náði ég alla vega einu fínu tímabili í fyrra sem ég er þakklátur fyrir.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið? Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá. 29. júní 2020 21:35