Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 15:11 Bandaríkjamenn verða ekki meðal ferðalanga sem fá inngöngu í ríki Evrópusambandsins og Schengen frá og með 1. júlí. AP Photo/Christophe Ena Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur. Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur.
Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43