Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 16:37 Eygló Ósk Gústafsdóttir lætur staðar numið í sundinu. Vísir/EPA Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“ Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“
Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira