Jón Viðar ekki ánægður með Eurovision-myndina og spyr hvort Will Ferrell sé illa við Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2020 18:06 Hér má sjá Rachel McAdams og Will Ferrell í myndinni en hún fer með hlutverk Sigrit og hann fer með hlutverk Lars. Þarna má sjá parið mæta til leiks til að taka þátt í Eurovision. AIDAN MONAGHAN/NETFLIX Óhætt er að segja að gagnrýnandinn kunni Jón Viðar Jónsson sé ekkert allt of hrifinn af nýútkominni Eurovision-mynd Will Ferrell þar sem Ísland er í aðalhlutverki. Myndin fær aðeins eina stjörnu í gagnrýni Jóns Viðars sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnin hefst á orðunum „LUMMÓ BÍÓ“ sem gefur ákveðna vísbendingu um hvað Jóni Viðari fannst um myndina. Hann segir að ekki sé ljóst hvort að aðaltilgangur myndarinnar sé að gera grín að „glamúrnum og yfirborðsmennskunni í söngvakeppninni eða lúðahætti Íslendinga og annarra þjóða sem gangast upp í vitleysunni.“ Myndin hefur vakið gríðarlega athygli á Íslandi enda er landið í aðalhlutverki. Aðalleikarar myndarinnar leika íslenskar persónur og fjöldi íslenskra leikara kom að myndinni, auk þess sem að hún var að hluta til tekinn upp á Húsavík. Jón Viðar virðist ekki vera kátur með þá mynd sem dregin er upp af Íslendingum í myndinni. „Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka "mynd" af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa (hann mun vera giftur sænskri konu)?“ Það ku þó vera aukaatriði að mati Jóns Viðars. Aðalatriðið sé að myndin sem skopmynd sé „grunn“ og söguþráðurinn „of banall“. „Aðalatriðið er þó að sem skopmynd er þessi þjóðarmynd svo grunn, að hún verður aldrei neitt fyndin, hvað þá frumleg. Myndin sjálf rennur svo sem ekkert illa áfram í sínum hraða takti, en söguþráðurinn er of banall til að vekja áhuga; ég skil vel þann FB-vin sem sagðist horfa á þetta í bútum; fyrir mitt leyti hugsaði ég að illu væri best af lokið og þraukaði til loka,“ skrifar Jón Viðar. Þá sitji myndin föst í sömu klisjum og ætlunin sé að gera grín að. „Í ofanálag ætlar höfundur sér bersýnilega að hæðast að ýmsum klisjum í Júró og bíó, en situr svo sjálfur það fastur í klisjunum, ekki síst með þeirri skringilegru ástarsögu, sem á að vera límið í þessu, að aldrei verður neitt verulega gaman,“ skrifar Jón Viðar sem segir þó að ljóst sé að mikið sé lagt í myndina, tækni, klippingu og sviðsetningu. „Sumir leikaranna fantagóðir (ekki þó Ferrell sem er undarlega ósympatískur í aðalhlutverkinu) og atriðin úr Juróvisjón eru glæsilega útfærð,“ skrifar Jón Viðar sem gefur myndina aðeins eina stjörnu. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Óhætt er að segja að gagnrýnandinn kunni Jón Viðar Jónsson sé ekkert allt of hrifinn af nýútkominni Eurovision-mynd Will Ferrell þar sem Ísland er í aðalhlutverki. Myndin fær aðeins eina stjörnu í gagnrýni Jóns Viðars sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnin hefst á orðunum „LUMMÓ BÍÓ“ sem gefur ákveðna vísbendingu um hvað Jóni Viðari fannst um myndina. Hann segir að ekki sé ljóst hvort að aðaltilgangur myndarinnar sé að gera grín að „glamúrnum og yfirborðsmennskunni í söngvakeppninni eða lúðahætti Íslendinga og annarra þjóða sem gangast upp í vitleysunni.“ Myndin hefur vakið gríðarlega athygli á Íslandi enda er landið í aðalhlutverki. Aðalleikarar myndarinnar leika íslenskar persónur og fjöldi íslenskra leikara kom að myndinni, auk þess sem að hún var að hluta til tekinn upp á Húsavík. Jón Viðar virðist ekki vera kátur með þá mynd sem dregin er upp af Íslendingum í myndinni. „Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka "mynd" af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa (hann mun vera giftur sænskri konu)?“ Það ku þó vera aukaatriði að mati Jóns Viðars. Aðalatriðið sé að myndin sem skopmynd sé „grunn“ og söguþráðurinn „of banall“. „Aðalatriðið er þó að sem skopmynd er þessi þjóðarmynd svo grunn, að hún verður aldrei neitt fyndin, hvað þá frumleg. Myndin sjálf rennur svo sem ekkert illa áfram í sínum hraða takti, en söguþráðurinn er of banall til að vekja áhuga; ég skil vel þann FB-vin sem sagðist horfa á þetta í bútum; fyrir mitt leyti hugsaði ég að illu væri best af lokið og þraukaði til loka,“ skrifar Jón Viðar. Þá sitji myndin föst í sömu klisjum og ætlunin sé að gera grín að. „Í ofanálag ætlar höfundur sér bersýnilega að hæðast að ýmsum klisjum í Júró og bíó, en situr svo sjálfur það fastur í klisjunum, ekki síst með þeirri skringilegru ástarsögu, sem á að vera límið í þessu, að aldrei verður neitt verulega gaman,“ skrifar Jón Viðar sem segir þó að ljóst sé að mikið sé lagt í myndina, tækni, klippingu og sviðsetningu. „Sumir leikaranna fantagóðir (ekki þó Ferrell sem er undarlega ósympatískur í aðalhlutverkinu) og atriðin úr Juróvisjón eru glæsilega útfærð,“ skrifar Jón Viðar sem gefur myndina aðeins eina stjörnu.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira