Loksins lét Neville aftur sjá sig og óskaði Liverpool til hamingju Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 08:30 Gary Neville lét loksins sjá sig í gær. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur ekki farið mikinn eftir að Liverpool varð enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár í síðustu viku en nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið. Neville hefur ekki farið leynt með hatur sitt á Liverpool en hann og Jamie Carragher, einnig sparkspekingur Sky Sports, hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í útsendingum stöðvarinnar. Þegar ljóst var að Liverpool varð meistari í síðustu viku þá hefur Gary verið hlédrægur en hann var mættur aftur fram á sjónarsviðið í gær. „Hvernig hefur þetta verið síðustu daga? Þetta hefur augljóslega ekki verið frábært!“ sagði Neville er hann fjallaði um leik Brighton og Manchester United í gærkvöldi. "I had to watch the video a few times to realise how many of you lot work in this company!" We've found @GNev2! Here are his thoughts on #LFC's Premier League title win... pic.twitter.com/sSiYHQ0AQK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 30, 2020 „Þetta er ótrúlegt afrek. Þetta hefur verið að gerjast síðustu ár. Þeir voru að banka á dyrnar á síðsata ári og Manchester City þurftu þeirra besta leik. Jurgen Klopp hefur breytt 30 milljóna punda leikmönnum í 130 milljóna punda leikmenn og 75 milljóna punda leikmönnum í 150.“ „Innkaupin hafa verið frábær, þjálfunin frábær og þetta kemur allt frá stjóranum. Þetta er dagur sem mér líkar ekki vel við - ég sá of mikið af þessu þegar ég var yngri - en þú verður að óska þeim til hamingju.“ „Þeir hafa verið klárlega besta liðið á leiktíðinni. Það sem Jurgen Klopp hefur gert er frábært. Hann kom inn fyrir fjórum árum síðan og ég hélt ekki að Liverpool gæti unnið deildina. Mér leið eins og öll önnur liðin hefðu meira peninga á milli handanna en þeir.“ „Þeir eru frábært lið sem hefur verið gaman að horfa á síðustu þrjú ár en erfitt fyrir mig. Þetta hefur verið á leiðinni. Þegar þeir fóru í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og töpuðu glotti ég en þegar þeir unnu Mieistaradeildina og eru núna verðskuldaðir meistarar, geturðu bara óskað þeim til hamingju,“ sagði Neville. "He has turned £30m players into £130m players" @GNev2 pays tribute to Liverpool and Jurgen Klopp after their Premier League triumph More: https://t.co/2cECRDZngk pic.twitter.com/pdXZFvZ7bP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira