Segir Özil versta leikmann í heimi þegar liðið er ekki með boltann Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:30 Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að Mesut Özil geti ekki spilað lengur fyrir Arsenal því hann hefur engan áhuga á leiknum þegar liðið hans er ekki með boltann. Özil hefur ekki spilað eina mínútu eftir að boltinn fór aftur af stað vegna kórónuveirunnar og Merson segir að það séu góðar skýringar á því. Hann hafi ekki áhuga á leiknum þegar Arsenal er ekki með boltann og því geti hann ekki spilað. „Ég held að Özil sé gott dæmi um leikmann sem verður að spila í í góðu liði sem stýra leikjum og liði sem gengur vel,“ sagði Merson í samtali við Sky Sports. „Hann getur ekki spilað í Arsenal og þetta er ástæðan: Hann er ekki að fara breyta leik sínum á fertugsaldrinum og Arsenal er ekki að fara breyta leiknum sínum útaf honum.“ „Hann hleypur ekki til baka og eltir uppi menn. Þú þarft að hafa hann í liði sem er 70% með boltann í hverri viku og þá getur hann spilað. Láttu hann hafa boltann og hann finnur þig. Ef þú ert ekki með boltann, þá mun hann ekki vinna hann aftur. Hvorki fyrir ást né peninga.“ Mikel Arteta told Mesut Ozil 'can't play' unless things change at Arsenalhttps://t.co/kJe0ELnJJj pic.twitter.com/zEGLBk3o63— Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2020 „Hann er ekki áhugasamur þegar þeir eru ekki með boltann. Hvernig geturðu borgað einhverjum 350 þúsund pund á viku þegar við öll vissum að þetta væri hans stíll? Ef hann er ekki með boltann þá er hann einn versti leikmaður í heimi í mínum huga.“ „Nefndu mér leikmann sem er verri þegar þeir eru ekki með boltann? Ég hef aldrei séð neinn svo óáhugasaman þegar þeir eru ekki með boltann og það bítur þig í lokin. Getur Arsenal búið til lið í kringum hann? Á þessum tímapunkti nei. Þeir breyta ekki liðinu fyrir hann. Hann tekur við 350 þúsund pundum á viku og allt er gott hjá honum,“ sagði Merson. Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að Mesut Özil geti ekki spilað lengur fyrir Arsenal því hann hefur engan áhuga á leiknum þegar liðið hans er ekki með boltann. Özil hefur ekki spilað eina mínútu eftir að boltinn fór aftur af stað vegna kórónuveirunnar og Merson segir að það séu góðar skýringar á því. Hann hafi ekki áhuga á leiknum þegar Arsenal er ekki með boltann og því geti hann ekki spilað. „Ég held að Özil sé gott dæmi um leikmann sem verður að spila í í góðu liði sem stýra leikjum og liði sem gengur vel,“ sagði Merson í samtali við Sky Sports. „Hann getur ekki spilað í Arsenal og þetta er ástæðan: Hann er ekki að fara breyta leik sínum á fertugsaldrinum og Arsenal er ekki að fara breyta leiknum sínum útaf honum.“ „Hann hleypur ekki til baka og eltir uppi menn. Þú þarft að hafa hann í liði sem er 70% með boltann í hverri viku og þá getur hann spilað. Láttu hann hafa boltann og hann finnur þig. Ef þú ert ekki með boltann, þá mun hann ekki vinna hann aftur. Hvorki fyrir ást né peninga.“ Mikel Arteta told Mesut Ozil 'can't play' unless things change at Arsenalhttps://t.co/kJe0ELnJJj pic.twitter.com/zEGLBk3o63— Mirror Football (@MirrorFootball) June 30, 2020 „Hann er ekki áhugasamur þegar þeir eru ekki með boltann. Hvernig geturðu borgað einhverjum 350 þúsund pund á viku þegar við öll vissum að þetta væri hans stíll? Ef hann er ekki með boltann þá er hann einn versti leikmaður í heimi í mínum huga.“ „Nefndu mér leikmann sem er verri þegar þeir eru ekki með boltann? Ég hef aldrei séð neinn svo óáhugasaman þegar þeir eru ekki með boltann og það bítur þig í lokin. Getur Arsenal búið til lið í kringum hann? Á þessum tímapunkti nei. Þeir breyta ekki liðinu fyrir hann. Hann tekur við 350 þúsund pundum á viku og allt er gott hjá honum,“ sagði Merson.
Enski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira