Hvað með að skrifa bara grein? Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 1. júlí 2020 13:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun