Alexander Petersson fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 12:00 Alexander Petersson lék einkar vel með íslenska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs. epa/ANDREAS HILLERGREN Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni. Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni.
Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira