Erlent

Yfir­völd í Jemen í sókn gegn Hútum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Yfirvöld í Jemen herja á uppreisnarsveitir Húta.
Yfirvöld í Jemen herja á uppreisnarsveitir Húta. EPA-EFE/YAHYA ARHAB

Yfirvöld í Jemen, undir forystu Sádi-Araba, hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Þetta gera þeir í kjölfar þess að Hútar hófu loftárásahrinu á Sádi-Arabíu. Frá þessu greindi ríkisfjölmiðill Sáda í gær.

Sjónvarpsstöðin Al Masirah, sem rekin er af Hútum í Jemen, greindi frá loftárásum á höfuðborg Sádi-Arabíu, Sanaa, héruðin Marib, al-Jouf, al-Bayda, Hajjah og Saada í gær og í nótt. Íbúar í Sanaa segja árásirnar hafa verið mjög slæmar. Þá greindi Al Masirah frá því að fjöldi fólks hafi særst í árásinni.

Yfirvöld í Jemen, sem hljóta stuðning Vesturveldanna, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hafa tekist hart á við Húta, sem njóta stuðnings Íran, í rúm fimm ár. Ríkisstjórn Jemen greindi frá því fyrr í gær að haldinn yrði blaðamannafundur til að kynna gagnárásir gegn Hútum.


Tengdar fréttir

Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés

Yfir sextíu kvenréttindafélög og -samtök í ýmsum Arabaríkjum taka undir ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×