Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 12:17 Norræna lagðist við bryggju fyrr í dag, nokkuð á eftir áætlun. Vísir/Jóhann K. Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti. Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti.
Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira