Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 23:30 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08