Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 23:30 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08