Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 23:30 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent