Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2020 11:00 Það er frítt að veiða í Frostastaðavatni. Frostastaðavatn inná Landmannaafrétt hefur verið ofsetið af bleikju síðustu ár og nú er haldið áfram með það átak sem hófst í fyrra að grisja vatnið með því að rukka ekki fyrir veiðileyfi. Ef þú ert að leita þér að vatni til að fara með krakkana að veiða er þetta klárlega málið því ef veðrið er sæmilegt, eða betra, eiga allir eftir að mokveiða. Til þess að veiða vel, já þá meina ég bara mokveiða, er langsamlega best að nota flugu. Ef þau eru ekki búinn að ná tökum á flugustöng, þá flotholt og flugu. Taumurinn 7-8 fet frá flotholti, kasta langt út í, telja upp á fimm, og draga hægt inn. Flugur í stærðum 12-14# og best að nota til dæmis Peacock, Peter Ross, Black Zulu og í raun hvað sem er. Besti staðurinn er bakkinn að austanverðu en þar getur þú lagt bílnum og labbað suður að hrauni þar sem stærri bleikju er oft að finna. Bleikjan er smá en það er nóg af henni. Þótt hún sé smá þá er sú bleikja sem er ekki grindhoruð virkilega góð á bragðið og besta leiðin til að elda hana er að taka innan úr henni og grilla hana heila með smá salti og pipar. Hér er tilkynning af vef Veiðivatna um þetta átak: Gjaldfrjáls veiði verður í Frostastaðavatn sumarið 2020. Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að í sumar verði aftur gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni. Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net. Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri. Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát. Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september. Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði
Frostastaðavatn inná Landmannaafrétt hefur verið ofsetið af bleikju síðustu ár og nú er haldið áfram með það átak sem hófst í fyrra að grisja vatnið með því að rukka ekki fyrir veiðileyfi. Ef þú ert að leita þér að vatni til að fara með krakkana að veiða er þetta klárlega málið því ef veðrið er sæmilegt, eða betra, eiga allir eftir að mokveiða. Til þess að veiða vel, já þá meina ég bara mokveiða, er langsamlega best að nota flugu. Ef þau eru ekki búinn að ná tökum á flugustöng, þá flotholt og flugu. Taumurinn 7-8 fet frá flotholti, kasta langt út í, telja upp á fimm, og draga hægt inn. Flugur í stærðum 12-14# og best að nota til dæmis Peacock, Peter Ross, Black Zulu og í raun hvað sem er. Besti staðurinn er bakkinn að austanverðu en þar getur þú lagt bílnum og labbað suður að hrauni þar sem stærri bleikju er oft að finna. Bleikjan er smá en það er nóg af henni. Þótt hún sé smá þá er sú bleikja sem er ekki grindhoruð virkilega góð á bragðið og besta leiðin til að elda hana er að taka innan úr henni og grilla hana heila með smá salti og pipar. Hér er tilkynning af vef Veiðivatna um þetta átak: Gjaldfrjáls veiði verður í Frostastaðavatn sumarið 2020. Stjórn Veiðifélags Landmannaafréttar hefur ákveðið að í sumar verði aftur gert átak í grisjun á bleikjustofninum í Frostastaðavatni. Veiðin verður gjaldfrjáls og verður bæði heimilt að veiða á stöng og í net. Einungis verður farið fram á góða umgengni við vatnið sem og að skrá fjölda fiska, tegundir, þyngd afla, fjölda neta, möskvastærð og hve lengi þau liggja. Skráning er afar mikilvæg og veiðiskýrslum á að skila að lokinni veiðiferð í söfnunarkassa við Frostastaðavatn (vegamót) eða í Landmannahelli. Best er að nota 30 mm möskva á legg eða smærri. Veiðimenn verða sjálfir að útvega sér veiðarfæri og bát. Veiðitíminn er frá 18. júní til 15. september. Veiðimönnum er bent á gistiaðstöðu í Landmannahelli og þar eru líka seld veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungnaár.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði