Fyrrverandi blaðamaður sakaður um landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 21:50 Ifran Safronov er bak við lás og slá en hann er sakaður um landráð. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir. Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir.
Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira