FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 12:30 Ólafi hefur ekki gengið vel gegn sínu gamla félagi, Breiðabliki, síðan hann kom aftur heim og tók við FH. vísir/hag Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira