Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 11:42 Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. Þá sé hann spenntur fyrir því að semja íslenskt Eurovision-lag. Gamall vinur Arnþórs hafði verið ráðinn til þess að sjá um tónlistina í myndinni, og hann bauð Arnþóri að gera með sér lag í Los Angeles. Þar hafi Molly einnig verið stödd, en hún er besta vinkona litlu systur eiginkonu Arnþórs. Hann hafi fengið hana til að koma og syngja yfir lagið, en í kjölfarið hafi hún verið fengin í hlutverkið. „Svo kom leikstjórinn og heyrði í henni og sagði bara ,Heyrðu, hún verður að syngja allt í þessari mynd, hún er alveg fullkomin í þetta.‘“ Arnþór hafi því haldið áfram að taka upp með Molly í Stokkhólmi, þar sem hún býr. Arnþór segist stefna á að reyna að semja lag til þess að senda í Söngvakeppnina, forkeppni Íslands fyrir Eurovision. Viðtal við Arnþór úr Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann ræðir myndina, tónlistina og starf sitt sem flugmaður, má heyra í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein