Fyrr í vikunni tilkynntu aðstandendur „Mayhem Madness“, eins stærsta CrossFit-mótsins, að þau hefðu ákveðið að fresta liðakeppninni á mótinu um þrjár vikur vegna kórónuveirunnar.
Kórónuveiran hafði áhrif á þau lið sem áttu að keppa á mótinu en það fer fram í Cookeville í Tennessee. Upphaflega átti mótið að fara fram 2. til 9. ágúst en hefur nú verið fært til 23. til 30. ágúst.
Enn ríkir ferðabann í Bandaríkjunum og fjögur af níu liðum keppninnar koma erlendis frá. Markmiðið með mótinu var að safna saman bestu liðunum í heiminum og setja saman samkeppnishæft mót en það var á leið út um gluggann er kórónuveiran skall á.
Liðin The Athlete Program, The Progrm, Taranis Lifetree og Starr Strengt Black eru alþjóðleg lið sem hefðu ekki komist inn í landið með núverandi reglum hvað varðar ferðabann.
Á miðvikudaginn var tilkynnt um 2472 kórónuveirutilfelli í Tennessee-fylki sem er það hæsta sem hefur verið tilkynnt um í fylkinu síðan veiran skall á en forsvarsmenn mótsins munu taka stöðuna aftur 1. ágúst.