Lífið

Steini selur einbýlishúsið við Laufásveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn selur í Þingholtunum. 
Þorsteinn selur í Þingholtunum.  Myndir/Fasteignaljosmyndun.is

Þorstein M. Jónsson, oft auknefndur Steini í kók, hefur sett einbýlishús sitt við Laufásveg á sölu og óskar hann eftir tilboði. Fasteignamat eignarinnar er 149 milljónir. Séð og Heyrt greinir frá. 

Húsið er 260 fermetrar að stærð og eru þar fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Húsið var byggt árið 1928 í Þingholtunum.

Einstaklega fallegur garður er við húsið og búið er að taka húsið í gegn að innan vel og vandlega.

Hér að neðan má sjá myndir af einbýlishúsi Þorsteins.

Fallegur garður fyrir utan eignina og grasþak á bílskúrnum. 
Smekkleg borðstofa. 
Setustofan er rúmgóð, björt og skemmtileg. 
Fallegt frístandandi baðkar inni á einu af fjórum baðherbergjum. 
Fallegt hjónaherbergi.
Þorsteinn er greinilega smekklegur maður. 
Í risinu er fallegt og stórt svefnherbergi.
Hægt að skella sér í gufu á Laufásveginum. 
Borðstofa og setustofa liggja saman í opnu og stóru rými.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×