Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. júlí 2020 22:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er af pólskum uppruna og fylgist náið með forsetakosningunum í Póllandi. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“ Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“
Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent