Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. júlí 2020 22:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er af pólskum uppruna og fylgist náið með forsetakosningunum í Póllandi. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“ Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokkunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. Mikið stress sé í herbúðum beggja fylkinga og búast megi við langri kosninganótt. Mjótt er á munum fyrir aðra umferð pólsku forsetakosninganna á morgun. Valið stendur á milli tveggja ólíkra frambjóðenda, þeirra Andrzej Duda sitjandi forseta og Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár, sem bjóða Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Harðri kosningabaráttu frambjóðendanna lauk formlega á miðnætti. Þeir hafa varið síðustu dögum á þeytingi um Pólland enda sýna skoðanakannanir að hvert atkvæði mun skipta máli. Sjö af síðustu tólf könnunum benda til sigurs Duda forseta en hinar fimm til sigurs Trzaskowski. Þó svo að frambjóðendurnir hafi tekist á um fjölbreytt málefni í baráttunni segir Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar að persóna forsetans og stjórnarflokksins Laga og réttlætis hafi verið miðlæg í baráttunni. „Þetta er ákveðið tækifæri stjórnarandstöðunnar til að minnka völd þess flokks vegna þess að þeir eru þegar búnir að ná völdum í efri deildinni og ef forsetaembættið myndi líka falla í skaut þeirra, þá eru möguleikar stjórnarinnar, sem er Lög og réttlæti og með meirihluta í neðri deild þginsins, til að ná ýmsum umdeildum málum orðnar minni.“ Andrzej Duda, forseti Póllands, sækist eftir endurkjöri.Vísir/EPA Sigur Trzaskowski myndi að líkindum þýða uppstokkun í pólskum stjórnmálum. „Og jafnvel þá binda einhverjar vonir við það að ef að þetta gangi eftir, að stjórnarandstaðan nái völdum í forsetaembættinu, þá jafnvel veðri boðið til kosninga fyrr og möguleiki á frekari uppstokkun á pólitíska litrófinu í Póllandi,“ segir Pawel. Pawel segist segist sakna þess að frambjóðendurnir hafi ekki getað komið sér saman um fyrirkomulag kappræðna fyrir kosningarnar. Rafal Trzaskowski er borgarstjóri Varsjár.Petr David Josek/AP „Það er mikið stress í herbúðum beggja fylkinga. Þær vilja ólmar ekki misstíga sig. Og menn eru auðvitað hræddir við kappræðuformið á þann hátt að þar er frambjóðandinn ekki í aðstæðum þar sem hann ræður þeim fullkomlega. Þannig að ég held að það sé til merkis um það stress og spennustig sem er í gangi.“ Útgönguspár munu birtast um klukkan sjö annað kvöld og sér Pawel fram á langa kosninganótt. „Þegar svo mjótt er á mununum þarf jafnvel að bíða eftir atkvæðum frá Bretlandi, atkvæðum sem greidd voru bréfleiðis. Þetta getur orðið mjög spennandi.“
Pólland Tengdar fréttir Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19 Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. 10. júlí 2020 23:19
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. 28. júní 2020 19:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent