Þrír ættliðir frægrar fjölskyldu smitaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 20:30 Abhishek Bachchan og Aishwarya Rai Bachchan ásamt dótturinni Aaradhya. Þau greindust öll með kórónuveiruna nú um helgina. Vísir/getty Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Kórónuveiran greindist um helgina í þremur ættliðum Bachchan-fjölskyldunnar, einnar frægustu fjölskyldu Indlands. Aishwarya Rai Bachchan, Bollywood-leikkona og fyrrverandi Ungfrú heimur, og dóttir hennar, hin átta ára Aaradhya, greindust í dag með veiruna. Áður höfðu eiginmaður Aishwarya, leikarinn Abihshek Bachchan, og faðir hans, Amitabh Bachchan, einn frægasti Bollywood-leikari sinnar kynslóðar, greinst með veiruna og voru fluttir á sjúkrahús í gær en báðir þó með væg einkenni. Aishwarya er 46 ára og ein frægasta kona Indlands. Hún hefur gert garðinn frægan í Bollywood, sem og Hollywood, auk þess sem hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 1994. Aishwarya og dóttir hennar eru sagðar einkennalausar og í einangrun heima hjá sér. Amitabh Bachchan.Vísir/getty Amitabh Bachchan er 77 ára og einnig gríðarvinsæll í heimalandinu, líkt og tengdadóttirin. Hann greindi frá niðurstöðum kórónuveiruprófsins á Twitter í gær, þar sem hann státar af milljónum fylgjenda. „Ég fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-prófi, fluttur á spítala, spítalinn upplýsir yfirvöld, fjölskylda og starfslið skimað, beðið eftir niðurstöðu,“ skrifaði Bachchan. Aðdáendur fjölskyldunnar hafa látið batakveðjum rigna yfir þau sjúku og þá lét heilbrigðisráðherrann Harsh Vardhan ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. „Ég, ásamt þjóðinni allri, óska þér skjóts bata! Þú ert fyrirmynd milljóna í þessu landi, ódauðleg ofurstjarna! Við munum sjá vel um þig. Bestu óskir um skjótan bata!“ skrifaði Vardhan á Twitter-reikningi sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira